Sagan Af Nínu Og Geira in A Moti Sol

Lyrics Sagan Af Nínu Og Geira in A Moti Sol

Sagan Af Nínu Og Geira
Sagan Af Nínu Og Geira

Ef þú vilt bíða eftir mér
á ég margt að gefa þér,
alla mína kossa, ást og trú
enginn fær það nema þú.

Nína átti heima á næsta bæ,
ég næstum það ekki skilið fæ,
hún var eftir mér alveg óð
ég fékk bréf og í því stóð:

"Ef þú vilt bíða eftir mér,
á ég margt að gefa þér,
alla mína kossa, ást og trú
enginn fær það nema þú."

Ég las það og þaut svo strax af stað,
mér stóð ekki á sama, ég segi það.
En Nína grét og gekk mér frá,
hún gat ei skilið sem ég sagði þá.

"Nína, góða gráttu ei,
gleymdu mér, ég segi nei.
Þú ert enn of ung góða mín
og ég get alls ekki beðið þín."

Til Reykjavíkur lá mín leið,
langan tíma þar ég beið,
ég alltaf reyndi, en illa gekk
að gleyma bréfinu sem ég fékk.

"Ef þú vilt bíða eftir mér,
á ég margt að gefa þér,
alla mína kossa, ást og trú
enginn fær það nema þú."

Ég vissi að aldrei fengi ég frið,
fyrr en Nínu ég sættist við,
því hugurinn stöðugt hjá henni er
hún skal víst fá að giftast mér.

Ég ók í skyndi upp í sveit,
æskustöðvarnar mínar leit.
En Nína leit mig ekki á,
ég enn ei skil það sem hún sagði þá:

"Geiri elskan, gráttu ei,
gleymdu mér, ég segi nei.
Þú vildir mig ekki veslings flón
Því varð ég að eiga vin þinn Jón.

incorrect video?